Hér átti að vera test sem ekki var hægt að birta því allt fer í hasssss sem ég reyni að pósta. Mrrr, því er hér ekki neitt
Thursday, October 28, 2004
Monday, October 11, 2004
Klósettferðir í miðju símtali
Klósettferðir í miðjum símtölum gerast æ algengari með tilkomu gemsa og þráðlausra síma. Það eru þó aðeins valdir einstaklingar sem maður leggur í að nýta sér þennan möguleika við, þar sem t.d. í miðju samtali við kúnna væri vandræðalegt að láta heyrast í rúlluhaldaranum og skömmu síður sturthljóð. Ég stunda það stundum að fara í bað með símann, og getur fólk þá notið þess að ræða við mig allsnakta sullandi í vatni. Örugglega góð upplifun............NOT
Baggalútur rúlar !
Kemur manni alltaf í gott skap að kíkja á mína menn á www.baggalutur.is. Kíkið endilega á síðuna, m.a. mynd af Baltasar Kormáki og konu hans sem kom mér í gott skap, einnig tilkynning um bavíana sem ráðinn var í hæstarétt. Fjölskyldupólitík eða....... ?
Thursday, October 07, 2004
Partíljón á útilegubjórkvöldi
Síðusta föstudag var útilegubjórkvöld hér í vinnunni. Við settum upp tjöld, kveiktum varðeld (10 sprittkerti á disk) og drukkum frá okkur allt vit í lopapeysu. Lovely, ekki satt ? Kíkið á albúmið party pics, síðustu tvær myndirnar:
http://community.webshots.com/user/svavasss
http://community.webshots.com/user/svavasss
Saltaður bíll, anyone ?
Undanfarna daga hefur særokið húðað bílinn minn með þykku lagi af salti. Ég fór því með hann á bílaþvottastöð í gær og stóð svo eins og áhyggjufull hænumamma og fylgdist með honum fara í gegnum allan ferilinn. Og vá, hann var svo flottur og gljáandi þegar hann kom út að ég tímdi varla að keyra hann eftir skítugum götunum. Enda viti menn, strax í morgun voru komnir á hann drullublettir. Sigh. En það eimir enn eftir af smá bónlykt. Það er huggun harmi gegn.
Subscribe to:
Posts (Atom)