Thursday, October 07, 2004

Saltaður bíll, anyone ?

Undanfarna daga hefur særokið húðað bílinn minn með þykku lagi af salti. Ég fór því með hann á bílaþvottastöð í gær og stóð svo eins og áhyggjufull hænumamma og fylgdist með honum fara í gegnum allan ferilinn. Og vá, hann var svo flottur og gljáandi þegar hann kom út að ég tímdi varla að keyra hann eftir skítugum götunum. Enda viti menn, strax í morgun voru komnir á hann drullublettir. Sigh. En það eimir enn eftir af smá bónlykt. Það er huggun harmi gegn.

No comments: