Friday, July 28, 2006

Pirringur dagsins

Það fer verulega í taugarnar á mér að í fjölmiðlum, blöðum og bókum er nú alltaf talað um að fólk "taki sitt eigið líf" þegar það fremur sjálfsmorð. Halló ! Þetta er ENSKA ! Took his own live etc. Mér finnst þetta svo kauðalegt og hallærislegt. Tók hann sitt eigið líf og fór með það hvert ??? Tökum höndum saman og fremjum sjálfsmorð eða sjálfsvíg eins og í góðu gömlu dagana ! Hmm, ekki taka mig alveg bókstaflega þarna...

4 comments:

Steingerdur hin storskorna said...

Alveg er ég hjartanlega sammála þér. Málið með þetta að taka eigið líf er víst einhver misskilin tillitssemi. Umræðan gengur út á að sjálfsvíg og sjálfsmorð séu svo hörð og ljót orð að aðstandendur þoli þau ekki. Þvílíkt rugl.

Anonymous said...

Sammála hér líka!

Anonymous said...

HVAR ERTU RAUÐHÆRÐI RIDDARI? Fórstu hringinn í kringum landið ... eða heiminn? Hér ríkir mikill söknuður.

Anonymous said...

Eins gott að ég las síðustu setninguna, ég var rokin upp, búinn að rífa vegglampann niður og komin með rafmagnssnúruna í aðra hendina og vatnsglas í hina, þegar mér varð litið á niðurlagið....

magga