Sunday, January 30, 2005

Velheppnað Afríkukvöld

Í kvöld fór ég til Tomma vinnufélaga míns í smá teiti þar sem hann sýndi slidesmyndir frá ferðalögum sinum í Afríku. Þetta var frábært kvöld, við spjölluðum, átum snakk og sáum flottar myndir. Mikið öfunda ég þá sem hafa haft þá ánægju að hafa heimsótt þessa álfu og skoðað dýralífið þar. Að hafa upplifað það að sjá nashyrninga, ljón, gíraffa og fjallagórillur í sínu náttúrulega umhverfi ! Hugsa sér að hafa upplifað þetta allt. Mér finnst nógu stórkostlegt að hafa séð litlar eðlur á Krít, apa á Gíbraltar og páfagauka á Spáni. Vonandi á ég einhverntímann eftir að sjá þessi dýr með eigin augum, en miðað við ástandi í Afríku í dag, er það því miður ekki líklegt. En sjáum til, þegar ég verð rík og fræg get ég kannski skellt mér þangað. Hver veit ?

Tuesday, January 25, 2005

Jæja, orðin einu árinu eldri

Jæja, þá skall á manni eitt árið enn. Spurningin sem óneitanlega kviknar í hausnum á mér er hvaða óhappi skyldi ég lenda í þetta árið ? En nú ætla ég að hætta þessari svartsýni og taka mig á. Ég er búin að kaupa mér árskort í World Class, ætla að fara í sund, gönguferðir, náttúruskoðun og bara vera hræðilega heilbrigð. Öhm. Eða reyna það amk. Er reyndar lífsnauðsynlegt að fara að hreyfa mig, hef ekki getað það í allt haust út af verkjum og er nú orðin svo slöpp að ég varla ræð við stigann heima hjá mér. Svei og svei. Ég get alltaf farið í hundana með Steinku systur, hægt að treysta á að snapa sér göngutúr með henni og Freyju :-) Fullt af vinkonum ætla sér að æfa í World Class líka, einnig Svanhildur systir, svo að ég hef einhverja hvatingu. Það sem erfiðast er að slást við er koffeinfíknin. Var að hætta í Pepsi Max, en nýja kaffivélin í vinnunni er líka með kakói. Ahemm. Kannski að sumir hafi aðeins orðið of æstir í það undanfarið..... En batandi hræi er best að lifa, ég skríð áfram til heilbrigði, hægt og hægt :-)

Monday, January 17, 2005

Nýr bíll í höfn, hverju á ég að stressa mig yfir núna ?

Jæja, á föstudaginn skrifaði ég undir kaupsamning og tryggði mér eitt stykki Suzuki Baleno 1998, fjórhjóladrifinn. Wunderbar :-) Ég hélt áfram að stressa mig fram á síðustu mínútu, ég hélt alltaf að eitthvað myndi fara úrskeiðis, þeir myndu skyndilega breyta kaupverðinu eða bara eitthvað. Þeir skelltu í hann nýrri tímareim fyrir mig og létu skoða hann, perfectissimo :-) En hvað á ég nú að gera eftir mánaðar stress út af bílamálum ??? Nú er spennufall, maður verður bara hálf ruglaður á þessu :-) Engar áhyggjur samt, ég finn mér örugglega eitthvað. Er annars byrjuð á hugleiðslunámskeiði, þar læri ég vonandi að slappa af. Ég verð amk að reyna að læra það. Annars stressa ég mig bara yfir því að geta ekki lært það :-) Hvað um það, hér eru nokkrar myndir á eftir frá helginni, þegar ég brá mér í bústað. Kíkið líka á hina síðuna :-)

Loksins sáum við fjallið fyrir skýjum og snjókomu, um hádegi á sunnudaginn Posted by Hello

Eyrún piparmyntubrjóstsykur að leika sér á gólfinu Posted by Hello

Skaflinn bak við hús var flottur Posted by Hello

Björg að bisa farangrinum okkar að bústaðinum í gegnum skaflana. Það var DJÚPUR og gljúpur snjór þarna Posted by Hello

Tuesday, January 11, 2005

Bílaleit að gera mig geggjaða !

Það er ótrúlega leiðinlegt að leita sér að nýjum bíl ! Ég er að verða brjáluð á þessu. Ég er búin að leita á netinu, prófa bíla, skoða bíla og hlusta á 100.000 ráðleggingar(sem eru auðvitað gefnar til að aðstoða mig, en eru oft til vandræða). Ekki kaupa þessa tegund, ekki kaupa hina, þú verður að kaupa þessa tegund því hún er laaaaaaaaang best osfrv. Svo ekki sé minnst á: En fara ekki bílaútsölurnar að byrja ? Mig vantar bíl NÚNAHHHH ! Blöööh. Er áhugavert samt að ganga í gegnum þessa lífsreynslu, hef ekki gert það áður. Fyrsta bílinn keypti ég á fyrstu sölunni sem ég kom á, sá hann og varð að fá hann (margir sem ekki skilja það). Þann næsta fann ég eftir stutta leit. En nú þarf ég að virkilega LEITA, þar sem úrvalið er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Og fjárráðin minni. Lenti reyndar í þeirri upplifun að hitta sjálfan Guðfinn í Bílasölu Guðfinns. OHMYGOD, that var athyglisverð lífsreynsla ! Maðurinn ætti að vera myndskreyting fyrir orðið bílasali í orðabók ! Ég skoða einn á morgun, vonandi er hann svarið við mínum draumum.... ef svo er, pósta ég þegar mynd hér :)

Ég var að passa Heimi Pál, bróður hennar Hildu á laugardaginn. Hann tók sér smá tíma í að kynnast Clooney nánar. Að lokum var hann orðinn aðeins of ástúðlegur við hann :-) Þá fór sá appelsínuguli í búrið aftur :-) Posted by Hello

Saturday, January 01, 2005


Hilda og Ólafur Steinar spjalla saman rétt eftir miðnætti á gamlárskvöld Posted by Hello

GLEÐILEGT ÁR

Gleðilegt ár öll sömul !! Ég vona að ég lendi ekki í neinum óhöppum árið 2005, óhöppin 2003 og 4 duga alveg fyrir næstu ár :-) Knús til allra !