Í kvöld fór ég til Tomma vinnufélaga míns í smá teiti þar sem hann sýndi slidesmyndir frá ferðalögum sinum í Afríku. Þetta var frábært kvöld, við spjölluðum, átum snakk og sáum flottar myndir. Mikið öfunda ég þá sem hafa haft þá ánægju að hafa heimsótt þessa álfu og skoðað dýralífið þar. Að hafa upplifað það að sjá nashyrninga, ljón, gíraffa og fjallagórillur í sínu náttúrulega umhverfi ! Hugsa sér að hafa upplifað þetta allt. Mér finnst nógu stórkostlegt að hafa séð litlar eðlur á Krít, apa á Gíbraltar og páfagauka á Spáni. Vonandi á ég einhverntímann eftir að sjá þessi dýr með eigin augum, en miðað við ástandi í Afríku í dag, er það því miður ekki líklegt. En sjáum til, þegar ég verð rík og fræg get ég kannski skellt mér þangað. Hver veit ?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment