Thursday, February 03, 2005

Áframhaldandi kuldatíð

Jæja, eitt árið enn hefur Punxsutawney Phil, múrmeldýr sem býr í smábænum Punxsutawney í Pennsylvaníu, komið úr holu sinni og spáð fyrir um veðrið. Og hann hefur spáð sex vikum af vetrarveðri í viðbót. Blessað kvikindið, maður má ekki vera reiður við hann því hann er jú bara sendiboðinn sem kemur með leiðinleg skilaboð. Ekki beint honum að kenna. Velti því samt fyrir mér, hvernig stendur á því að þetta bandaríska nagdýr er svona mikill veðurspámaður ? Það eru árlega fréttir af þessum viðburði í heimspressunni. Því hefur kviknað hjá mér sú hugmynd að við gætum gert slíkt hið sama hér á Íslandi. Bara við myndum nota tófuna. Dýrið hefur þolað hér válynd verður um aldir alda, það hlýtur að vera orðið sérfræðingur í íslenskri veðráttu. Setjum upp athöfn á Arnarhól, sendum myndir í heimspressuna og áður en við vitum af verða allir að koma til Íslands og hlýða á veðurspádóma Reykjavíkur-Rebbu. Ætti ég að hringja í ferðamálaráð ?

1 comment:

Steingerdur hin storskorna said...

Mikið skelfing er þetta góð hugmynd. Ég myndi mæta árlega til að fylgjast með Rebbu. En svona til að Kópavogur verði ekki út undan sting ég upp á að við fáum okkur veðursel og skírum hann Kópavog-Kobba. Gaman væri að stilla sér upp og bíða eftir að hann ræki hausinn upp úr höfninni og fylgjast með í hvaða átt hann lítur fyrst.