Wednesday, June 28, 2006
Heilabilun og drykkjuvandamál
Ég er nú mætt til vinnu aftur eftir nær þriggja mánaða veikindafrí og finnst það afar hressandi að vera innan um fólk á ný. Kanínan er ágætur félagsskapur en ekkert sérstaklega ræðin. Það versta er að ég virðist þurfa að læra að vera í mannlegu samfélagi aftur og sjá um einföldustu hluti eins og að næra mig stórslysalaust. Það hefur nefnilega ekkert gengið snuðrulaust að mæta aftur! Ég hef þróað með mér drykkjuvandamál, sem fellst í því að ég hitti ekki á munninn þegar ég reyni að drekka eða helli helmingnum af drykknum á gólfið. Ég missi mat í kjöltuna á mér og missi hnífapör á gólfið. Ég gleymi nöfnum náinna samstarfsaðila og vina og er sífellt að segja bandvitlaus orð í samræðum svo ég hljóma eins og alger hálfviti. Jafnvel stóð mig að því að stama í dag ?? Svo rek ég hausinn í bíldyr og rek tærnar í allt í kringum mig. Hjálp ! Þetta rjátlar vonandi af mér þegar líða fer á vikuna... annars er ég hælismatur.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Snúllan mín, þetta rjátlast af þér! Gæti trúað að mörgum konum liði svona eftir fæðingarorlof, hafa ungbörn ekki sömu félagsfærni og kanínur?
jú, sennilega rétt hjá þér. Þetta hlýtur að koma fljótlega. Annars verður bara að skjóta mig eins og haltan hest
Post a Comment