Friday, July 21, 2006

Annus horribilis

Svo ég vitni í orð stórvinkonu minnar Betu Bretadrottningar þá hefur árið 2006 verið Annus horribilis fyrir mig. Vissulega hafa börnin mín ekki skilið né kviknað í kastalanum mínum (atburðir sem gerðu Betu lífið leitt '92) en það eru smáatriði eins og erfiðir kjarasamningar, veikindi, einn brotinn ökkli, bilaður bíll, bilandi tölva og svoleiðis sem hafa glatt mig í ár. Kíkjum á síðustu daga: ég var að punga út 37 þúsundum í bílaviðgerðir. Heppin. Tölvan mín hefur tekið upp á því að gera skjáinn brúnan og nær ólæsilegan á milli þess sem hún slökkvir óvænt á sér. Heppin. Báðir ökklarnir á mér, hnén og mjaðmirnar er að drepa mig. Heppin. Blöndunartækin í baðinu eru að gefa sig. Heppin. Gaaa ! Hvað er í gangi ?? Reyndar er þetta ekki fyrsta annus horribilis sem ég upplifi. Frá árinu 2003 hefur óheppnin elt mig á röndum. Ökklabrot, misheppnuð ökklaaðgerð, bílslys, Brad Pitt kaus Angelinu frekar en mig.... gaman gaman. Reyndar viðurkenni ég að það er ekki allt svart. Ég er búin að fara í tvær frábærar utanlandsferðir í ár, alveg slysalaust. Þá hafa ýmsar upplifanir glatt mig hin óhappaárin líka. Svo er málið að fara í Pollýönu leikinn: það eru jú aðrir sem hafa það miklu verra en ég. Að vísu hefði ég getað notað hækjurnar sem hún fékk sendar frá Vetrarhjálpinni og gladdist yfir að þurfa ekki. Æ, stundum langar manni bara að röfla yfir lífinu. Þegar allt bilar samtímis getur verið erfitt að sjá ljósið. Nema kannski ljósið við endann á göngunum þegar maður er genginn í sjóinn. Sjáum samt til, ég ætla í partí til Pollýönu og vona að afganginn af árinu færi mér meiri heppni. P.s. Ef einhver hefur stolið höfuðhári mínu og lagt á mig voodoo bölvun, þá hef ég aðeins eitt við þann aðila að segja: Ég mun finna þig í fjöru !

5 comments:

Anonymous said...

Komdu bara í afmælið mitt. Ég þekki svo margar galdrakerlingar sem verða þar og þær hreinsa þig af þessum fjandans álögum. En flott hjá þér að Pollýannast svolítið, maður verður!

Anonymous said...

Ef madur vorkennir sjalfur ser ekki ,hver gerir thad tha? :) Allir eiga til ad throw themself a pity party einstokum sinnum og er thad bara gott fyrir salina. Eg geri thad stundum serstaklega thegar eg thurfti ad eyda mordfjar i ad gera vid loftkaelinguna mina og missti naestum thvi vinnuna a sama tima.
knus
Huld

Steingerdur hin storskorna said...

Þú finnur fjörulalla í fjöru en galdrakerlingar þar sem Davíð keypti ölið, Svabbi minn.

Anonymous said...

Elsku svabbilíus! Ég var svo "hrifin" af myndinni frá himnaríki að ég sigaði fólkinu mínu á síðuna þína. Vildi láta þig vita ef þér finnst þú þurfa að taka til og þurrka af og svoleiðis ...

Anonymous said...

Very best site. Keep working. Will return in the near future.
»