Tuesday, July 25, 2006
Fegurðardís í fegrunarátaki
Á laugardaginn mætti ég galvösk kl. 11 við sundlaugina til að taka þátt í fegrunarátaki borgarstjóra í Breiðholtinu. Eða réttara sagt, dróst fram úr með erfiðismunum og tókst með ótrúlegum viljastyrk að koma mér af stað tímanlega. Borgarstjóri var mættur á staðinn og skoppaði ofvirkur um og tætti upp fífla við sundlaugarvegginn. Ég lét minna á mér bera og greip við fyrsta tækifæri ruslasekk og tínu og hélt svo af stað til að hreinsa græna svæðið fyrir neðan blokkina mína. Ég var klædd í appelsínugult vesti merkt fegrunarátakinu og hef örugglega verið sýnileg úr lofti allt upp í 30.000 feta hæð. Eftir að hafa týnt upp 30 sígarettupakka, slatta af stubbum, skyndibitabréf og 4 notaðar sprautur sá ég að besta leiðin til að hreinsa Breiðholtið er að kála reykingarfólkinu og þeim sem borða skyndibita á svæðinu. Þegar búið er að slátra þessum hópum verður afarhreinlegt og rólegt hér, það er eitt sem víst er. Ruslatínsla mín var aðeins trufluð af því þegar bílar keyrðu framhjá og flautuðu á mig. Ég var ekki lengi að sjá það út að það var vestið sem gerði mig svo kynþokkafulla að allir sáu sig knúna til að liggja á flautunni til að sýna aðdáun sína. Alger fegurðardís, ómótstæðileg og appelsínugul. Eftir 2 klst. ruslatínslu dró ég níðþungan sekkinn að sundlauginni, lagði vestið góða og tínuna á hilluna og stakk af úr bænum. Sæl og ánægð með að hafa uppfyllt þegnskyldu mína og enn að njóta þeirrar athygli sem athafnir dagsins höfðu gefið mér (honk honk bííp bííp). Daginn eftir hringdi vinkona mín, kát og glöð. Á baksíðu sunnudagsmoggans mátti sjá ljósmynd frá fegrunarátakinu. Í bakgrunninum sést illilegur kvenmaður í bláum gallajakka sem horfir hvössum brúnum á skipuleggjandann. Ekki svo kynþokkafull lengur, eh ? Þarf að ná í vestið aftur, það ætti að gera mig spennandi á ný.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Þetta hefur verið hörð og spennandi fegurðarsamkeppni, allt þetta fólk sem mætti til að hreinsa Breiðholtið...
Já, hvassbrýnd var konan á baksíðu Moggans but there is something about a woman in uniform.
Ég ætla ekki að skemma ánægju þína yfir bílflautini og þessari aðdáun sem þú átt svo sannarlega skilið ... en getur verið að þetta hafi verið latir Breiðhyltingar líka sem vildu gleðja þá sem nenntu? Eða varstu kannski sú eina sem fékkst aðdáunina? Ég er sko ekkert spæld út í þig þótt þú hafir birt hryllingsmynd af mér á blogginu þínu, onei, bara voða glöð.
Getur glaðst yfir hryllingsmyndinni sem mogginn birti. Engin aðdáunarflaut yfir henni :-)
Your website has a useful information for beginners like me.
»
Very pretty design! Keep up the good work. Thanks.
»
Post a Comment