Sunday, July 02, 2006
Harðir dómar í USA
Þeir í Ameríkunni eru alveg ótrúlegir. Var að lesa frétt um dómara nokkurn sem var að fá á sig dóm fyrir ósæmilegt athæfi í réttarsalnum. Hið ósæmilega fólst í því að dómarinn var með typpapumpu undir skikkju sinni og fróaði sér með henni þegar hann var að kveða upp dóma. Upp komst um strákinn Tuma þegar lögreglumaður rak augun í tækið milli fóta hans þegar hann stóð upp við borðið hans. Þegar sannleikurinn var kominn í ljós og búið að gera pumpuna góðu upptæka fór starfsfólk réttarins að rifja upp einkennilegt hljóð sem það hafði oft heyrt við dómsuppkvaðningu. Fólk hafði spurt dómarann hvort hann heyrði líka hljóðið, sem minnti á hviss í hjólapumpu. Karl hafði brugðist illa við þessum spurningum, ekki sagst heyra neitt og sagði þeim að einbeita sér að störfum réttarins. Má segja að maðurinn hafi verið harður dómari...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Já, þetta kallar maður sko harðan karl. Hvar rekstu á svona sniðugar fréttir? Á Netinu eða bara í blöðunum?
Allt á netinu mín kæra :-)
Post a Comment