Thursday, July 13, 2006

Vírklippukanínan slær til enn á ný

Mín beið óvænt ánægja þegar ég kom heim úr vinnunni í dag. Kanínan hafði brugðið sér að sjónvarpinu og hakkað í sundur sjónvarpssnúruna. Þannig vildi hún forða mér frá of miklum amerískum áhrifum og lélegu sjónvarpsefni. Þó ég sé þakklát fyrir umhyggju hennar verð ég að segja að þetta var frekar óheppilegt. Ég hafði nefnilega hugsað mér að eyða kveldinu fyrir framan imbann og horfa á raunveruleikasjónvarp. Nú neyðist ég til að vera menningarleg og lesa þar til einhver mágur getur komið og reddað málum. Veit ekki alveg hvað unglingurinn á heimilinu mun segja við þessu...

4 comments:

Anonymous said...

Á þessu heimili hefði allt orðið brjálað, varlega orðað! Hér er sjónvarpið á 24/7 (ohhh, er ég ekki orðin amerísk?) Sonurinn sofnar með það á og vaknar þegar ég hef læðst og slökkt ofurvarlega á tækinu! Getur ekki sofið í þögn, ekki heldur sjávarniði eða við mávahlátur! Kannski ég hendi bara kvikindinu!!! Heheheh

Anonymous said...

Here are some links that I believe will be interested

Anonymous said...

I love your website. It has a lot of great pictures and is very informative.
»

Anonymous said...

Looks nice! Awesome content. Good job guys.
»