Wednesday, August 30, 2006
Pödduhúsaáhrifin
Greinilegt að loftslagið er að breytast á Íslandi. Ég er búin að sjá undarleg skordýr í allt sumar sem ég hef ekki séð áður. Sá risastóra gulröndótta fiðrildalirfu í Elliðaárdalnum í gær, getur ekki hafa tilheyrt neinni íslenskri tegund ! Var að ræða þetta í morgun í vinnunni, aðrir hafa ekki tekið eftir þessu. Kannski er ég sú eina sem er alltaf að horfa á pöddur....hmmmmm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Það er ekkert að þér! Landið er bara að verða óbyggilegt vegna pödduáhrifa! Hitnandi veður hefur þessi áhrif. Eina sem ég gat gert var að flytja á hrjóstruga strönd þar sem er stöðugt rok! Enda sé ég ekki pöddur nema heimilislegar og sætar fiskiflugur (sem kettirnir éta)
En hvað varstu að gera í Elliðaárdalnum? Þar er einmitt hættulegt að vera upp á skordýr að gera ...
Og hvernig líður þér svo heillin mín? Þurftir þú að sjá sjálf um að draga dótið út eða hvað?
Var í sýnatöku í Elliðaánum. Fékk illilegt augnatillit frá veiðimönnum þegar ég kom og tróð hitamæli, pH mæli og leiðnimæli í vatnið rétt hjá uppáhaldsveiðistöðunum þeirri. Ég horfði jafn illilega til baka og þeir gáfust upp. I was on official buisness...getting paid... þeir voru að borga stórfé fyrir að vera þarna. Suckers !
Við Siggi sáum marglitt fiðrildi í Húsafelli einhvern vegin dökk rautt með dekkri flekkjum.
Post a Comment