Tuesday, September 19, 2006

Hversu marga þarf til að fjarlægja sauma úr fætinum á heilbrigðisfulltrúa ?

Síðasta miðvikudagskvöld voru saumarnir teknir úr löppinni á mér. Það gerði dýralæknir aðstoðaður af karlkyns hjúkku sem hélt uppi vasaljósi yfir ökklanum sem hvíldi á eldhúskolli. Eftir nokkuð þóf tókst að plokka spottana úr mér, en til öryggis var læknir frá Náttúrulækningahælinu í Hveragerði beðinn að fara yfir verkið. Hann gaf sína blessun og er því naglhreinsiævintýri mínu opinberlega lokið. Ég tek það fram að hér er rétt og satt sagt frá :-)

3 comments:

Anonymous said...

Ó mæ godd! Er sparnaður í heilbrigiðskerfinu orðinn það mikill að þú þurfir að redda gömlum skólabræðrum en einhverjum gaurum af barnum til að taka úr þér saumana? Djisus!!!!!!!!
Komdu næst til mín, mamma mín er hjúkka, ég hlýt að hafa einhverja hæfileika í blóðinu!

Svava said...

Hehehe,var í góðum höndum. Hugleiðslukennarinn minn er s.s. dýralæknir og hún og ein karlhjúkka úr hugleiðsluhópnum plokkuðu sauminn úr. Eiginmaður dýralæknisins er svo þvottekta læknir og hann dæmdi verkið að lokum. Ég sparaði mér þarna að þurfa að nota heilbrigðiskerfið. Og fékk te og kanilsnúða í leiðinni :-)

Anonymous said...

Ég þarf á þessum vinum þínum að halda eftir hálfan mánuð! Djö... skil ég þig vel núna að hafa verið svona fótlama. Ég er það næstum því og það á báðum!
Sjá guðdómlegt blogg Guðríðar.