Friday, September 29, 2006
Myrkraverk í Reykjavík
Það var nú aldeilis gaman að horfa yfir myrkvaða Reykjavíkurborg í gær. Klukkan 10 stakk ég hausnum út um gluggann og ætlaði að skoða birtu næturhiminsins meðan dimman ríkti. Ég dró hausinn fljótt inn aftur enda fékk ég ofbirtu í augun af flóðljósunum á byggingarkrananum sem stendur í Vatnsendahverfinu. Ekki má gleyma götuljósum hesthúsahverfisins sem öll voru kveikt. Eða bílljósunum sem loguðu aldrei fleiri á götunum í kring. Ég ákvað að kíkja út á svalir og sjá hvort meira myrkur væri þar. Vá. Ótrúlegt að fólkið í raðhúsunum við hliðina skuli geta komist inn með óskaddaða sjón þegar það þarf að labba undir aflöngu útidyraljósin sem lýsa jafnskært og ljósaskilti fyrirtækja. Það var nú reyndar slökkt í mörgum gluggum í blokkunum í kring, en bílljósin ljómuðu um allt eins og hinumegin. Eina huggunin var að það var hvort sem er skýjað. Legg til að næst verði bara öllu draslinu kippt úr sambandi. Kannski skilja eftir smá rafmagn á spítulunum samt...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Fólk sem kom hingað að Langasandinum á bíl var einmitt með háu og lágu og flóljósin á ... aðrir öskruðu á það ... en þessir asnar sem gleymdu flóðljósum á íþróttavöllum og svona eyðilögðu þetta ... Til í að kippa úr sambandi næst :)
Góð hugmymd, en illa útfærð.
Svoooo íslenskt.
GVikan þín er geggjað nafn
gáfuð ertu Svava.
Það ætti að setja þig á safn
og það án nokkurs vafa.
Post a Comment