Thursday, October 26, 2006

Spældar spákonur

Las í Fréttablaðinu í dag að símaspákonur væru afar ósáttar við Símann vegna hárrar gjaldtöku. Spákonurnar taka 200 kr á mínútuna og var það þannig fyrst að Síminn fékk 50 kr af þeirri upphæð og þær rest. Nú hefur Síminn hinsvegar breytt gjaldskránni og tekur nú af þeim 100 kr ! Ég segi nú bara, hefðu þær ekki átt að sjá þetta fyrir .... ?

Saturday, October 14, 2006

Afslappaður karlmaður í herberginu mínu


Hér er karlmaðurinn í lífi mínu núna. Hann vill alltaf vera nálægt mér og kúrir við endann á rúminu mínu. Hann er þögla týpan og er aldrei að rífast við mig. Sumum finnst að ég ætti að fara að drífa mig út og fara að hitta alvöru karl. Skrítið... Posted by Picasa