Thursday, October 26, 2006

Spældar spákonur

Las í Fréttablaðinu í dag að símaspákonur væru afar ósáttar við Símann vegna hárrar gjaldtöku. Spákonurnar taka 200 kr á mínútuna og var það þannig fyrst að Síminn fékk 50 kr af þeirri upphæð og þær rest. Nú hefur Síminn hinsvegar breytt gjaldskránni og tekur nú af þeim 100 kr ! Ég segi nú bara, hefðu þær ekki átt að sjá þetta fyrir .... ?

2 comments:

Anonymous said...

Góð!!! Alvöruspákonur hefðu átt að sjá við Símanum og verið búnar að hækka upp í 300 kall!

Anonymous said...

Ekki hefði ég (þótt góð spákona sé) getað séð það fyrir að þú myndir verða bloggletingi, skömmin þín. Ég fyrirgef þér ef þú kemur bráðum í heimsókn :)