Jæja, nú ætlar bakhelvítið algerlega að drepa mig. Vaknaði síðustu nótt með nístandi verki og þurfti að ganga um gólf í kortér áður en ég varð nógu góð til að leggjast niður aftur. GAAAA. Fór að íhuga hvort ekki væri góð hugmynd bara að fremja harakiri og losna þannig við allt fótavesenið. Fór inn í eldhús, kíkti aðeins á brauðhnífinn minn og komst að því að hann er ekki beinlínis af sömu gæðum og Hattori Hanzo sverð. Hætti því við þá athöfn. Tók minn ástkæra naggrís upp og klappaði honum til að leiða hugann að öðru en logandi bakinu. Tókst ágætlega, þar til hann fór að halda uppi samræðum við föður sinn sem er hér í pössun í stofunni. Þetta endaði með kurri og purri, svo ég setti hann í búrið aftur. Er líf mitt ekki æsispennandi ? Ætli framleiðendur Íbúfens veiti verðlaun þeim sem kaupir flest glös á ári ? Er afar pirrandi að aðeins má kaupa eitt glas af 400 mg íbúfen í apótekunum, er einhver regla til að koma í veg fyrir ofnotkun. Eins og það stoppi mig ! Fer bara í næsta apótek og kaupi annað glas ! Eru hvort sem er 3 apótek í Mjóddinni. Hah ! In your face, Lyfjastofnun !
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Elsku plómuhunangið mitt! Er ekki tími til kominn að bara losa sig við þennan fót?? Greyið tebollan mín! Ég sendi þér endalaust af knúsi og kossum yfir landmassann og Atlantshafið. XOXOXOXOXOXOXOXOXOXOXOXOX
Og er ekki tími til kominn að tala við þennan helv... bad excuse for a doctor og segja honum að LAGA FÓTINN??? Vera dáldið ógnandi og urra og slefa soldið...
Mrrrd, ég slefa og urra á hverjum degi og ekkert gerist.
Post a Comment