Friday, November 26, 2004

Ég vann, ég vann !!!!!!!!!!!!!!

Jæja, lukkan er með mér! Um daginn var ég inni á heimasíðu Brüel og Kjær (sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í hljóðmælum og öllu sem varðar hljóðmál). Ég var að leita að nýjum mæli fyrir vinnuna og þá rakst ég á litla auglýsingu í horni heimasíðunnar. Maður átti að svara 3 spurningum um nýja hljóðmælinn þeirra og þá komst maður í pott til að vinna 64 MB minnislykil í laginu eins og hljóðmæli. Ég tók þátt og viti menn, í dag fékk ég pakka frá Danmörku með minnislykli !!!! Hann er verulega sætur ;-) Gaman að vinna í samkeppni á alþjóðlegri heimasíðu :D

2 comments:

Björg said...

Æji, litli sæti nördinn minn! :D Til hamingju, krúttílufsa!! Alltaf gaman að sjá nörda gleðjast yfir nördaáhugamálunum sínum!! ;)

Steingerdur hin storskorna said...

Alltaf sama lukkan yfir þér. Annars verð ég að segja að ég á erfitt með að sjá bein hagnýt not af hljóðmæli í hversdagslífinu. Ef þetta hefði verið hljóðkútar á alla fjölskylduna þá skildi ég kæti þína.