Það er ótrúlega leiðinlegt að leita sér að nýjum bíl ! Ég er að verða brjáluð á þessu. Ég er búin að leita á netinu, prófa bíla, skoða bíla og hlusta á 100.000 ráðleggingar(sem eru auðvitað gefnar til að aðstoða mig, en eru oft til vandræða). Ekki kaupa þessa tegund, ekki kaupa hina, þú verður að kaupa þessa tegund því hún er laaaaaaaaang best osfrv. Svo ekki sé minnst á: En fara ekki bílaútsölurnar að byrja ? Mig vantar bíl NÚNAHHHH ! Blöööh. Er áhugavert samt að ganga í gegnum þessa lífsreynslu, hef ekki gert það áður. Fyrsta bílinn keypti ég á fyrstu sölunni sem ég kom á, sá hann og varð að fá hann (margir sem ekki skilja það). Þann næsta fann ég eftir stutta leit. En nú þarf ég að virkilega LEITA, þar sem úrvalið er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Og fjárráðin minni. Lenti reyndar í þeirri upplifun að hitta sjálfan Guðfinn í Bílasölu Guðfinns. OHMYGOD, that var athyglisverð lífsreynsla ! Maðurinn ætti að vera myndskreyting fyrir orðið bílasali í orðabók ! Ég skoða einn á morgun, vonandi er hann svarið við mínum draumum.... ef svo er, pósta ég þegar mynd hér :)