Jæja, þá skall á manni eitt árið enn. Spurningin sem óneitanlega kviknar í hausnum á mér er hvaða óhappi skyldi ég lenda í þetta árið ? En nú ætla ég að hætta þessari svartsýni og taka mig á. Ég er búin að kaupa mér árskort í World Class, ætla að fara í sund, gönguferðir, náttúruskoðun og bara vera hræðilega heilbrigð. Öhm. Eða reyna það amk. Er reyndar lífsnauðsynlegt að fara að hreyfa mig, hef ekki getað það í allt haust út af verkjum og er nú orðin svo slöpp að ég varla ræð við stigann heima hjá mér. Svei og svei. Ég get alltaf farið í hundana með Steinku systur, hægt að treysta á að snapa sér göngutúr með henni og Freyju :-) Fullt af vinkonum ætla sér að æfa í World Class líka, einnig Svanhildur systir, svo að ég hef einhverja hvatingu. Það sem erfiðast er að slást við er koffeinfíknin. Var að hætta í Pepsi Max, en nýja kaffivélin í vinnunni er líka með kakói. Ahemm. Kannski að sumir hafi aðeins orðið of æstir í það undanfarið..... En batandi hræi er best að lifa, ég skríð áfram til heilbrigði, hægt og hægt :-)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Að ganga með hundinn er gaman
en að gera það við tvær saman
er ekkert grín
því hræið er svín
sem er alveg rosalegt í framan.
Post a Comment