Monday, January 17, 2005

Nýr bíll í höfn, hverju á ég að stressa mig yfir núna ?

Jæja, á föstudaginn skrifaði ég undir kaupsamning og tryggði mér eitt stykki Suzuki Baleno 1998, fjórhjóladrifinn. Wunderbar :-) Ég hélt áfram að stressa mig fram á síðustu mínútu, ég hélt alltaf að eitthvað myndi fara úrskeiðis, þeir myndu skyndilega breyta kaupverðinu eða bara eitthvað. Þeir skelltu í hann nýrri tímareim fyrir mig og létu skoða hann, perfectissimo :-) En hvað á ég nú að gera eftir mánaðar stress út af bílamálum ??? Nú er spennufall, maður verður bara hálf ruglaður á þessu :-) Engar áhyggjur samt, ég finn mér örugglega eitthvað. Er annars byrjuð á hugleiðslunámskeiði, þar læri ég vonandi að slappa af. Ég verð amk að reyna að læra það. Annars stressa ég mig bara yfir því að geta ekki lært það :-) Hvað um það, hér eru nokkrar myndir á eftir frá helginni, þegar ég brá mér í bústað. Kíkið líka á hina síðuna :-)

1 comment:

Björg said...

Stresskústurinn minn! Þú ert nú meiri bjáni að stressa þig yfir því að læra ekki að afstressast! :) hehehe :D gangi þér vel að læra að anda og hreinsa hugann og allt það :)