Tuesday, June 06, 2006
Stuðlaðar fyrirsagnir fyrirséðar og heyrðar
Humm. Ég sé það núna að sumar fyrirsagnirnar á póstunum mínum eru eins og teknar úr Séð og heyrt. Sú venja þeirra að stuðla fyrirsagnir (Fjórar í fríi, Glaðlegur glaumgosi) hefur smitast yfir í bloggið mitt. Hef oft velt því fyrir mér hversvegna blaðið hefur þetta svona. Ekki það að þessar fyrirsagnir hafa oft fengið mig til að hlæja upphátt. Uppáhaldið mitt er og verður "Lúmskar lesbíur". Næst mun ég sennilega taka upp þann sið að setja aldur þeirra sem ég tala um í sviga fyrir aftan nöfnin: Svava (34) fór í bíó með Hildu (13) og hitti þar Helen (44). Svövu var svo vísað út fyrir óspektir af Siggu sætavísu (16).
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Já sæta svava
Þú hefur nú oft gert grín að þessum stuðluðu fyrirsögnum.
Svo þetta er bara gott á þig ;)
Bestu kveðjur
Magnea
Þú ert brilljant!!!
Ertu komin til landsins og ekki farin að blogga á íslensku og ekki farin að kommenta hjá mér. Afköst mín hafa dottið niður um helming síðan þú fórst úr landi og fáir nenna orðið að lesa bullið í mér. Ég treysti á þig. Ekki fara framar úr landi. Komdu svo bráðum með Steinku stuð í sjávarhöllina, eins og SS kallar himnaríkið mitt.
Post a Comment