Tuesday, September 05, 2006

Undarleg augnatillit

Ég fékk undarleg augnatillit síðasta sunnudag þegar ég labbaði niður göngustíg við golfvöllinn í Mosfellsbæ með fýl í höndunum. Ég starði á móti með augnaráði sem sagði: Og hvað, má maður ekki fara í göngutúr með fýlinn sinn í þessum bæ ??? Ég bar höfuðið hátt um leið og ég skálmaði fram hjá golfskálanum og hélt fýlnum beint fyrir framan mig eins og hann væri nýja Gucci veskið sem ég væri að monta mig af. Ég klöngraðist niður í fjöru með fýlinn og sleppti honum. Undarlegu augnatillitin fylgdu mér enn þegar ég gekk aftur að bílnum. Var eiginlega betra þegar ég var með fýlinn, fannst ég hreinlega nakin án hans á bakaleiðinni. Mæli frekar með veskjum en fýlum sem aukahlutum fyrir göngutúr, þau lykta betur.

3 comments:

Anonymous said...

Hahahahah, brilljant!

Anonymous said...

Frábær saga!
Sé liðið í anda...

Anonymous said...

Ég er reyndar búin að pæla svolítið í því hvernig augnaráðið hefði orðið ef þú hefðir verið með fíl í höndunum.