create your own visited countries map
Friday, December 31, 2004
Mannafælur
Í kvöld var ég í heimsókn hjá Gunnu vinkonu. Óskar sonur hennar vaknaði og kom fram að spjalla við okkur Hildu. Því miður vildi hann nær eingöngu spjalla við okkur þegar hann var öruggur í mömmu fangi. Fór þá að velta því fyrir mér hvað valdi því að sum börn ganga í gegnum svona mannafælutímabil. Arna Ösp hennar Sifjar er byrjuð að fyllast skelfingu ef maður grípur hana í fangið líka. Þetta er afar erfitt fyrir ungbarnafíkla eins og mig, því það þýðir að ég get ekki fengið að halda á og knúsa krílin. Og já, þetta á ekki bara við mig, því er ekki hægt að afsaka þetta með því að blessuð börnin séu svona skelfingu lostin yfir andliti mínu. Hilda gekk ekki í gegnum svona tímabil, önnur börn er svona í marga mánuði. Hvað er það sem veldur ? Eina stundina er ok að vera í fangi ókunnugs, í næstu viku er það hræðilegt. Eina huggunin er að þetta gengur yfir. Og þá fær maður aftur bros og knús :-)
Wednesday, December 29, 2004
Gleði og spilajól
Hó hó hó ! Var að spila Carcassone við Júlíönu og Gunnu í allt kvöld. Skemmti mér konunglega. Ég er þá þegar farin að láta mig dreyma um stækkunina við spilið. YAHHHH !! Það er loksins aðeins farið að lægja úti, en það er búinn að vera geggjaður stormur í einhverja klukkutíma. Vindhraðinn í Reykjavík er 15 m/s í augnablikinu, en er allt upp í 23 og 24 metra á Geldinganesi og Kjalarnesi. Gaaa ! Á Skrauthólum á Kjalarnesi, þar sem ég slasaðist, þá er vindhraðinn 25 m/s, og á tindi Skálafells 36 m/s ! Ekki beinlínis veður fyrir lautarferð. Ekki það að margir væru til í lautarferð kl. 4 um nótt í desember. Maður veit samt aldrei. Hmmm, er farin að röfla. Verð að reyna að sofna, þá get ég kannski spilað Carcassone við Júllu á morgun !!
Saturday, December 25, 2004
GLEÐILEG JÓL !!!!!!!!!
Gleðileg jól öll sömul ! Mmmm, enn ein jólin liðin, enn eitt svínið innbyrt. Ahhhh, yummi. Þetta voru yndisleg jól í alla staði. Ólafur Steinar var ekki alveg með á nótunum um hvað öll lætin voru út af, en hann brosti og hló í allar áttir. Sæta mús !! Púmban mín kom seinna um kveldið og gat ég þá knúsað krílið mitt rækilega. Þessi elska gaf mér tvo geisladiska í jólagjöf, annan með Madness, alveg eins og ég hafði óskað mér. Góða góða púmba :D Ég fékk fullt af flottum spilum, m.a. Carcassone frá Júlíönu og fjölskyldu, ekkert smááá flott og frábært ! He he, en þetta þýðir að Júlíana verður líka að spila það við mig, OFT. :-) Önnur spil voru Töfrafjallið og Isis og Osiris, einnig glasamottur með spilum á. Me likesssss ! Sif og Sigrún gáfu mér bækur (sibbalína gaf mér Kleifarvatn, very nice. Am very happy, yesyes. Svo gaf Guðlaug hennar Svanhildar mér gormabók sem gerð er úr kápunni á gamalli barnabók, með auðum blöðum inn í. Verkefnið er kallað: endurunnar æskuminningar :-))) Frábærlega vel til fundið ! Jæja, best að fara að lesa, södd og ánægð
Monday, December 20, 2004
Tuesday, December 07, 2004
Ný spil !
Allir sem þekkja mig vita að ég er alger spilasjúklingur. Já, ég veit, ég á fullt af spilum og já, á alveg nóg af spilum ! Samt vil ég alltaf eignast fleiri spil! Þannig að þegar Björg vinkona sendi mér sms og bauðst til þess að kaupa handa mér spil...... Well, auðvitað sagði ég JÁ JÁ JÁ JÁhhhhh...... Svo eftir skamma stund verð ég hamingjusamur eigandi spilsins Fluxx. I love games, yeahhhhhhh ! Björg keypti líka önnur spil fyrir spilaklúbbinn, ahhhhhhhhhh, Fullnægjandi spilatími fer í hönd !
Monday, December 06, 2004
Lífrænar vekjaraklukkur eru betri
Í gærmorgun vaknaði ég við að mjúkur barnsfótur straukst eftir andlitinu á mér. Lítill herramaður sem gist hafði hjá mér var vaknaður og sneri ekki alveg eins og ég hafði lagt hann kvöldið áður. Ég verð að segja að þessi aðferð til að vakna er mun betri en að nota pípið í gsm símanum sem núna vekur mig á hverjum morgni. Betra einnig en Bonanza stefið sem heyrist í vekjaraklukku dóttur minnar. Að vísu eru lífrænar vekjaraklukkur stundum hættulegar, samanber þegar Hilda gaf mér einn á hann svo að söng í, þá steinsofandi. Ég glaðvaknaði hinsvegar við þetta, því get ég lofað. En það verður að segjast að það er oftast ljúft að láta lítil kríli vekja sig, stundum með kossi, stundum með orðinu mamma, stundum með ágengum útlimum.
Friday, December 03, 2004
Snittusukk er slæmt fyrir magann
Jæja, í dag var árlegt jólaboð Umhverfis- og heilbrigðisstofu þar sem starfsmönnum frá Umhverfis- og tæknisviði og Skipulags- og byggingasviði er boðið í heimsókn. Á boðstólunum voru snittur, pilsner og gos. Mmmm. Ég kom frá sjúkraþjálfaranum glorhungruð og í leit að huggun eftir nýjustu pyntingarnar. Ég kastaði mér því yfir bakkana og fór á beit. Að vísu voru snitturnar frekar sérstakar.... Spínatbökur með nýrnabaunum, snittubrauð með graskers/gráðostamauki með möndluflögum, kartöflusneiðar með óþekktu dóti ofan á og snittubrauð með stórri sneið af mozzarella og tómati. Ég var strax vöruð við kartöflusneiðunum, hugulsamir samstarfsmenn vildu forða mér hættu frá. Ég var fljót að komast að því að graskersgráðostasnitturnar voru bestar. Yummi. Þegar fjörinu lauk var talsvert eftir af snittum svo ég tók nokkrar með mér heim og maulaði á þeim yfir sjónvarpinu. En nú er ofátið að segja til sín! Mér er svo illt í maganum að mér langar til að skjóta mig. Hvenær lærir maður af reynslunni og hættir að troða í sig löngu eftir að maginn er sprunginn ? Þetta verður lööööng óþægileg nótt :-(
Subscribe to:
Posts (Atom)