Monday, December 06, 2004

Lífrænar vekjaraklukkur eru betri

Í gærmorgun vaknaði ég við að mjúkur barnsfótur straukst eftir andlitinu á mér. Lítill herramaður sem gist hafði hjá mér var vaknaður og sneri ekki alveg eins og ég hafði lagt hann kvöldið áður. Ég verð að segja að þessi aðferð til að vakna er mun betri en að nota pípið í gsm símanum sem núna vekur mig á hverjum morgni. Betra einnig en Bonanza stefið sem heyrist í vekjaraklukku dóttur minnar. Að vísu eru lífrænar vekjaraklukkur stundum hættulegar, samanber þegar Hilda gaf mér einn á hann svo að söng í, þá steinsofandi. Ég glaðvaknaði hinsvegar við þetta, því get ég lofað. En það verður að segjast að það er oftast ljúft að láta lítil kríli vekja sig, stundum með kossi, stundum með orðinu mamma, stundum með ágengum útlimum.

No comments: