Friday, December 31, 2004

Mannafælur

Í kvöld var ég í heimsókn hjá Gunnu vinkonu. Óskar sonur hennar vaknaði og kom fram að spjalla við okkur Hildu. Því miður vildi hann nær eingöngu spjalla við okkur þegar hann var öruggur í mömmu fangi. Fór þá að velta því fyrir mér hvað valdi því að sum börn ganga í gegnum svona mannafælutímabil. Arna Ösp hennar Sifjar er byrjuð að fyllast skelfingu ef maður grípur hana í fangið líka. Þetta er afar erfitt fyrir ungbarnafíkla eins og mig, því það þýðir að ég get ekki fengið að halda á og knúsa krílin. Og já, þetta á ekki bara við mig, því er ekki hægt að afsaka þetta með því að blessuð börnin séu svona skelfingu lostin yfir andliti mínu. Hilda gekk ekki í gegnum svona tímabil, önnur börn er svona í marga mánuði. Hvað er það sem veldur ? Eina stundina er ok að vera í fangi ókunnugs, í næstu viku er það hræðilegt. Eina huggunin er að þetta gengur yfir. Og þá fær maður aftur bros og knús :-)

No comments: