Saturday, December 25, 2004
GLEÐILEG JÓL !!!!!!!!!
Gleðileg jól öll sömul ! Mmmm, enn ein jólin liðin, enn eitt svínið innbyrt. Ahhhh, yummi. Þetta voru yndisleg jól í alla staði. Ólafur Steinar var ekki alveg með á nótunum um hvað öll lætin voru út af, en hann brosti og hló í allar áttir. Sæta mús !! Púmban mín kom seinna um kveldið og gat ég þá knúsað krílið mitt rækilega. Þessi elska gaf mér tvo geisladiska í jólagjöf, annan með Madness, alveg eins og ég hafði óskað mér. Góða góða púmba :D Ég fékk fullt af flottum spilum, m.a. Carcassone frá Júlíönu og fjölskyldu, ekkert smááá flott og frábært ! He he, en þetta þýðir að Júlíana verður líka að spila það við mig, OFT. :-) Önnur spil voru Töfrafjallið og Isis og Osiris, einnig glasamottur með spilum á. Me likesssss ! Sif og Sigrún gáfu mér bækur (sibbalína gaf mér Kleifarvatn, very nice. Am very happy, yesyes. Svo gaf Guðlaug hennar Svanhildar mér gormabók sem gerð er úr kápunni á gamalli barnabók, með auðum blöðum inn í. Verkefnið er kallað: endurunnar æskuminningar :-))) Frábærlega vel til fundið ! Jæja, best að fara að lesa, södd og ánægð
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment