Tuesday, May 30, 2006
Best að ganga hægt um gleðinnar dyr í Flórída
Í leiðindum mínum og eirðarleysi vafra ég um veraldarvefinn í leit að skemmtiefni. Norskt vefblað gladdi mitt svarta hjarta með lítilli frétt um vandamál í ellismellaríkinu Flórída. Vandamálið er að mikil aukning hefur orðið í tíðni kynsjúkdóma meðal gamla fólksins. Orsökin er sú að nú bryðja allir karlar Viagra í tonnatali og stunda villt kynlíf með mörgum konum eins og á æskuárunum. Nú er því farin af stað fræðsla meðal gamla gengisins um hvernig á að nota vin okkar smokkinn. Get ekki annað en velt því fyrir mér hvernig það muni ganga, í ljósi þess hversu erfitt það getur verið að fá eldri borgara til að tileinka sér nýjungar. Minningar um foreldra vinkvenna sem aldrei gátu þekkt muninn á Rec og Play á videoinu svífa hjá, svo og minningin um tilraunir mínar til að kenna mömmu að nota græjurnar sínar. Verður örugglega næsta stríð Bush stjórnarinnar á eftir Íraks vitleysunni, að berjast við að róa eldri kynslóðina niður og kenna þeim rétta notkun hlífðarbúnaðar :-)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Vá, þetta er frétt í lagi. Maður hefur ekki hugsað út í þetta ... en þetta er svo augljóst! Allt hefur sína kosti ... og galla!
Post a Comment