Friday, December 03, 2004

Snittusukk er slæmt fyrir magann

Jæja, í dag var árlegt jólaboð Umhverfis- og heilbrigðisstofu þar sem starfsmönnum frá Umhverfis- og tæknisviði og Skipulags- og byggingasviði er boðið í heimsókn. Á boðstólunum voru snittur, pilsner og gos. Mmmm. Ég kom frá sjúkraþjálfaranum glorhungruð og í leit að huggun eftir nýjustu pyntingarnar. Ég kastaði mér því yfir bakkana og fór á beit. Að vísu voru snitturnar frekar sérstakar.... Spínatbökur með nýrnabaunum, snittubrauð með graskers/gráðostamauki með möndluflögum, kartöflusneiðar með óþekktu dóti ofan á og snittubrauð með stórri sneið af mozzarella og tómati. Ég var strax vöruð við kartöflusneiðunum, hugulsamir samstarfsmenn vildu forða mér hættu frá. Ég var fljót að komast að því að graskersgráðostasnitturnar voru bestar. Yummi. Þegar fjörinu lauk var talsvert eftir af snittum svo ég tók nokkrar með mér heim og maulaði á þeim yfir sjónvarpinu. En nú er ofátið að segja til sín! Mér er svo illt í maganum að mér langar til að skjóta mig. Hvenær lærir maður af reynslunni og hættir að troða í sig löngu eftir að maginn er sprunginn ? Þetta verður lööööng óþægileg nótt :-(

2 comments:

Steingerdur hin storskorna said...

(Áður en þú lest þetta komment Svava mín þá gerðu þér í hugarlund uppskrúfaðan skinhelgissvipinn á andliti systur þinnar). Græðgi var ein af dauðasyndunum sjö. Aldrei myndi ég láta svona lagað henda mig. Kv. SS.

Steingerdur hin storskorna said...

(Áður en þú lest þetta komment Svava mín þá gerðu þér í hugarlund uppskrúfaðan skinhelgissvipinn á andliti systur þinnar). Græðgi var ein af dauðasyndunum sjö. Aldrei myndi ég láta svona lagað henda mig. Kv. SS.