create your own visited countries map
Friday, December 31, 2004
Mannafælur
Í kvöld var ég í heimsókn hjá Gunnu vinkonu. Óskar sonur hennar vaknaði og kom fram að spjalla við okkur Hildu. Því miður vildi hann nær eingöngu spjalla við okkur þegar hann var öruggur í mömmu fangi. Fór þá að velta því fyrir mér hvað valdi því að sum börn ganga í gegnum svona mannafælutímabil. Arna Ösp hennar Sifjar er byrjuð að fyllast skelfingu ef maður grípur hana í fangið líka. Þetta er afar erfitt fyrir ungbarnafíkla eins og mig, því það þýðir að ég get ekki fengið að halda á og knúsa krílin. Og já, þetta á ekki bara við mig, því er ekki hægt að afsaka þetta með því að blessuð börnin séu svona skelfingu lostin yfir andliti mínu. Hilda gekk ekki í gegnum svona tímabil, önnur börn er svona í marga mánuði. Hvað er það sem veldur ? Eina stundina er ok að vera í fangi ókunnugs, í næstu viku er það hræðilegt. Eina huggunin er að þetta gengur yfir. Og þá fær maður aftur bros og knús :-)
Wednesday, December 29, 2004
Gleði og spilajól
Hó hó hó ! Var að spila Carcassone við Júlíönu og Gunnu í allt kvöld. Skemmti mér konunglega. Ég er þá þegar farin að láta mig dreyma um stækkunina við spilið. YAHHHH !! Það er loksins aðeins farið að lægja úti, en það er búinn að vera geggjaður stormur í einhverja klukkutíma. Vindhraðinn í Reykjavík er 15 m/s í augnablikinu, en er allt upp í 23 og 24 metra á Geldinganesi og Kjalarnesi. Gaaa ! Á Skrauthólum á Kjalarnesi, þar sem ég slasaðist, þá er vindhraðinn 25 m/s, og á tindi Skálafells 36 m/s ! Ekki beinlínis veður fyrir lautarferð. Ekki það að margir væru til í lautarferð kl. 4 um nótt í desember. Maður veit samt aldrei. Hmmm, er farin að röfla. Verð að reyna að sofna, þá get ég kannski spilað Carcassone við Júllu á morgun !!
Saturday, December 25, 2004
GLEÐILEG JÓL !!!!!!!!!
Gleðileg jól öll sömul ! Mmmm, enn ein jólin liðin, enn eitt svínið innbyrt. Ahhhh, yummi. Þetta voru yndisleg jól í alla staði. Ólafur Steinar var ekki alveg með á nótunum um hvað öll lætin voru út af, en hann brosti og hló í allar áttir. Sæta mús !! Púmban mín kom seinna um kveldið og gat ég þá knúsað krílið mitt rækilega. Þessi elska gaf mér tvo geisladiska í jólagjöf, annan með Madness, alveg eins og ég hafði óskað mér. Góða góða púmba :D Ég fékk fullt af flottum spilum, m.a. Carcassone frá Júlíönu og fjölskyldu, ekkert smááá flott og frábært ! He he, en þetta þýðir að Júlíana verður líka að spila það við mig, OFT. :-) Önnur spil voru Töfrafjallið og Isis og Osiris, einnig glasamottur með spilum á. Me likesssss ! Sif og Sigrún gáfu mér bækur (sibbalína gaf mér Kleifarvatn, very nice. Am very happy, yesyes. Svo gaf Guðlaug hennar Svanhildar mér gormabók sem gerð er úr kápunni á gamalli barnabók, með auðum blöðum inn í. Verkefnið er kallað: endurunnar æskuminningar :-))) Frábærlega vel til fundið ! Jæja, best að fara að lesa, södd og ánægð
Monday, December 20, 2004
Tuesday, December 07, 2004
Ný spil !
Allir sem þekkja mig vita að ég er alger spilasjúklingur. Já, ég veit, ég á fullt af spilum og já, á alveg nóg af spilum ! Samt vil ég alltaf eignast fleiri spil! Þannig að þegar Björg vinkona sendi mér sms og bauðst til þess að kaupa handa mér spil...... Well, auðvitað sagði ég JÁ JÁ JÁ JÁhhhhh...... Svo eftir skamma stund verð ég hamingjusamur eigandi spilsins Fluxx. I love games, yeahhhhhhh ! Björg keypti líka önnur spil fyrir spilaklúbbinn, ahhhhhhhhhh, Fullnægjandi spilatími fer í hönd !
Monday, December 06, 2004
Lífrænar vekjaraklukkur eru betri
Í gærmorgun vaknaði ég við að mjúkur barnsfótur straukst eftir andlitinu á mér. Lítill herramaður sem gist hafði hjá mér var vaknaður og sneri ekki alveg eins og ég hafði lagt hann kvöldið áður. Ég verð að segja að þessi aðferð til að vakna er mun betri en að nota pípið í gsm símanum sem núna vekur mig á hverjum morgni. Betra einnig en Bonanza stefið sem heyrist í vekjaraklukku dóttur minnar. Að vísu eru lífrænar vekjaraklukkur stundum hættulegar, samanber þegar Hilda gaf mér einn á hann svo að söng í, þá steinsofandi. Ég glaðvaknaði hinsvegar við þetta, því get ég lofað. En það verður að segjast að það er oftast ljúft að láta lítil kríli vekja sig, stundum með kossi, stundum með orðinu mamma, stundum með ágengum útlimum.
Friday, December 03, 2004
Snittusukk er slæmt fyrir magann
Jæja, í dag var árlegt jólaboð Umhverfis- og heilbrigðisstofu þar sem starfsmönnum frá Umhverfis- og tæknisviði og Skipulags- og byggingasviði er boðið í heimsókn. Á boðstólunum voru snittur, pilsner og gos. Mmmm. Ég kom frá sjúkraþjálfaranum glorhungruð og í leit að huggun eftir nýjustu pyntingarnar. Ég kastaði mér því yfir bakkana og fór á beit. Að vísu voru snitturnar frekar sérstakar.... Spínatbökur með nýrnabaunum, snittubrauð með graskers/gráðostamauki með möndluflögum, kartöflusneiðar með óþekktu dóti ofan á og snittubrauð með stórri sneið af mozzarella og tómati. Ég var strax vöruð við kartöflusneiðunum, hugulsamir samstarfsmenn vildu forða mér hættu frá. Ég var fljót að komast að því að graskersgráðostasnitturnar voru bestar. Yummi. Þegar fjörinu lauk var talsvert eftir af snittum svo ég tók nokkrar með mér heim og maulaði á þeim yfir sjónvarpinu. En nú er ofátið að segja til sín! Mér er svo illt í maganum að mér langar til að skjóta mig. Hvenær lærir maður af reynslunni og hættir að troða í sig löngu eftir að maginn er sprunginn ? Þetta verður lööööng óþægileg nótt :-(
Tuesday, November 30, 2004
Ég fór í bíó bara ber
Í kvöld fór ég í bíó á Bridget Jones - The edge of reason. Ég skemmti mér konunglega, mæli með henni fyrir hvern sem er. Mikið vesen hafði kostað að skipuleggja þessa bíóferð, en það tókst að lokum og það var fullt hús í mætingu, heill hópur af vinkvensum var í bíó og þar að auki mættu Hilda, Svanhildur og Guðlaug dóttir hennar. Nema hvað, þegar ljósin slokknuðu og brandararnir byrjuðu að fjúka byrjuðum við systur að hlæja. Og já, við hlæjum oft ansi hátt. Og innilega. Og lengi. Eftir myndina stóðum við í hnapp fyrir utan í nepjunni og vorum að spjalla áður en haldið væri heim á leið. Þá vatt mín ástkæra dóttir Hilda sér að mér og segir með þjósti: það er ómögulegt að fara með þér í bíó, maður dauðskammast sín ! Þú hlærð svo hátt, það er eins og öskur stundum. Og Svanhildur líka ! Ég reyndi að benda henni á að hún ætti nú að vera vön þessu, enda búin að umgangast fjölskylduna okkar í 11 ár, og við Svanhildur langt í frá einu meðlimir hennar sem reka upp hláturrokur. Hún horfði mig illilega og hvæsti eitthvað um að haga sér svona innan um annað fólk og hún hefði viljað vera í annarri sætaröð. Halló unglíngur ! Gelgjan er komin í bæinn !
Friday, November 26, 2004
Ég vann, ég vann !!!!!!!!!!!!!!
Jæja, lukkan er með mér! Um daginn var ég inni á heimasíðu Brüel og Kjær (sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í hljóðmælum og öllu sem varðar hljóðmál). Ég var að leita að nýjum mæli fyrir vinnuna og þá rakst ég á litla auglýsingu í horni heimasíðunnar. Maður átti að svara 3 spurningum um nýja hljóðmælinn þeirra og þá komst maður í pott til að vinna 64 MB minnislykil í laginu eins og hljóðmæli. Ég tók þátt og viti menn, í dag fékk ég pakka frá Danmörku með minnislykli !!!! Hann er verulega sætur ;-) Gaman að vinna í samkeppni á alþjóðlegri heimasíðu :D
Wednesday, November 24, 2004
Sjúkrapyntingar
Sjúkraþjálfarinn minn er alveg einstakur maður. Hann tekur á móti manni skælbrosandi, spyr mann hvernig maður hefur það og síðan hefst hann handa við að pynta mann á hinn hroðalegasta hátt. Einstök leikni hans við að finna viðkvæma bletti er eitthvað sem gagnast hefði KGB og STASI hér á árum áður. Og já, ég veit að þetta er allt gert til góðs, ég verð betri í skrokknum á eftir en það gerir þetta ekki minna sársaukafullt. Um daginn var hann búinn að finna hvellaumt svæði upp við hryggsúluna og var á fullu að skemmta sér þar þegar barið var að dyrum. Þar var annar sjúkraþjálfari kominn til að fá smá ráðleggingar. Á meðan þau spjölluðu rólega saman hélt hann áfram að djöflast og þurfti ég að berjast við ólýsanlegan sársauka og nær óviðráðanlega löngun til að spretta upp og kyrkja sjúkraþjálfarann í nauðvörn. Aðeins með ótrúlegri hörku og stjórn á sjálfri mér tókst mér að bæla öll viðbrögð niður. Eins gott, annars hefði ég þurft að drepa vitnið líka. Á einum tímapunkti var ég farin að sjá afa og ömmu vinka til mín frá endanum á ljósgöngunum. Ég verð samt að játa að ég er muuuun betri þrátt fyrir hörmungarnar. Ekki vera samt hissa ef forsíðan á DV fjallar um sjúkraþjálfara sem verður fyrir árás snargeggjaðs skjólstæðings.
Wednesday, November 17, 2004
Bakverkir
Jæja, nú ætlar bakhelvítið algerlega að drepa mig. Vaknaði síðustu nótt með nístandi verki og þurfti að ganga um gólf í kortér áður en ég varð nógu góð til að leggjast niður aftur. GAAAA. Fór að íhuga hvort ekki væri góð hugmynd bara að fremja harakiri og losna þannig við allt fótavesenið. Fór inn í eldhús, kíkti aðeins á brauðhnífinn minn og komst að því að hann er ekki beinlínis af sömu gæðum og Hattori Hanzo sverð. Hætti því við þá athöfn. Tók minn ástkæra naggrís upp og klappaði honum til að leiða hugann að öðru en logandi bakinu. Tókst ágætlega, þar til hann fór að halda uppi samræðum við föður sinn sem er hér í pössun í stofunni. Þetta endaði með kurri og purri, svo ég setti hann í búrið aftur. Er líf mitt ekki æsispennandi ? Ætli framleiðendur Íbúfens veiti verðlaun þeim sem kaupir flest glös á ári ? Er afar pirrandi að aðeins má kaupa eitt glas af 400 mg íbúfen í apótekunum, er einhver regla til að koma í veg fyrir ofnotkun. Eins og það stoppi mig ! Fer bara í næsta apótek og kaupi annað glas ! Eru hvort sem er 3 apótek í Mjóddinni. Hah ! In your face, Lyfjastofnun !
Thursday, October 28, 2004
Ekkert test, pirrast mest
Hér átti að vera test sem ekki var hægt að birta því allt fer í hasssss sem ég reyni að pósta. Mrrr, því er hér ekki neitt
Monday, October 11, 2004
Klósettferðir í miðju símtali
Klósettferðir í miðjum símtölum gerast æ algengari með tilkomu gemsa og þráðlausra síma. Það eru þó aðeins valdir einstaklingar sem maður leggur í að nýta sér þennan möguleika við, þar sem t.d. í miðju samtali við kúnna væri vandræðalegt að láta heyrast í rúlluhaldaranum og skömmu síður sturthljóð. Ég stunda það stundum að fara í bað með símann, og getur fólk þá notið þess að ræða við mig allsnakta sullandi í vatni. Örugglega góð upplifun............NOT
Baggalútur rúlar !
Kemur manni alltaf í gott skap að kíkja á mína menn á www.baggalutur.is. Kíkið endilega á síðuna, m.a. mynd af Baltasar Kormáki og konu hans sem kom mér í gott skap, einnig tilkynning um bavíana sem ráðinn var í hæstarétt. Fjölskyldupólitík eða....... ?
Thursday, October 07, 2004
Partíljón á útilegubjórkvöldi
Síðusta föstudag var útilegubjórkvöld hér í vinnunni. Við settum upp tjöld, kveiktum varðeld (10 sprittkerti á disk) og drukkum frá okkur allt vit í lopapeysu. Lovely, ekki satt ? Kíkið á albúmið party pics, síðustu tvær myndirnar:
http://community.webshots.com/user/svavasss
http://community.webshots.com/user/svavasss
Saltaður bíll, anyone ?
Undanfarna daga hefur særokið húðað bílinn minn með þykku lagi af salti. Ég fór því með hann á bílaþvottastöð í gær og stóð svo eins og áhyggjufull hænumamma og fylgdist með honum fara í gegnum allan ferilinn. Og vá, hann var svo flottur og gljáandi þegar hann kom út að ég tímdi varla að keyra hann eftir skítugum götunum. Enda viti menn, strax í morgun voru komnir á hann drullublettir. Sigh. En það eimir enn eftir af smá bónlykt. Það er huggun harmi gegn.
Subscribe to:
Posts (Atom)